Efnisyfirlit 6. tölublaðs 2017


243 Krossgátan

Guðjón Baldvinsson:
Úr hlaðvarpanum
244 „Skýin eru skemmtileg."
Vangaveltur um eðli skýja og þátt þeirra í daglegu lífi manna.

Jón M. Halldórsson:
„Þetta var oft líflegur tími"
245 Rætt við Björn Jónsson, hæstaréttarlögmann og lögfræðing hjá Fiskistofu.

Sigurður Hreiðar Hreiðarsson:
252 Fjölbreytileikinn óendanlegur
Höfundur segir frá afrísku Spánareyjunum sem betur eru þekktar undir heitinu Kanaríeyjar og sem fjölmargir Íslendingar þekkja af eigin raun af heimsóknum sínum þangað í leit að sumri, sól og sjó.

Karl Smári Hreinsson:
257 „Búskapurinn hófst um fermingu"
Rætt við Arnór Kristjánsson fyrrum bónda á Eyri í Eyrarsveit
, m.a. um leitina að flaki bresku herflugvélarinnar sem fórst árið 1941 í fjöllunum upp af Kolgrafafirði á Snæfellsnesi.

Guðmundur Pálsson:
261 Bruninn í Tröð og giftusamleg björgun
Höfundur segir hér frá þeim atburði þegar íbúðarhúsið að Tröð í Fróðárhreppi varð skyndilega alelda að kvöldi 21. janúar árið 1962, og naumri undankomu fjölskyldunnar út úr brennandi húsinu.

Halldór Hjartarson:
264 Áfram veginn
Það var mikil bylting þegar vélvæðingin hóf innreið sína í vegagerð á Íslandi. Halldór rifjar upp í grein sinni þá upplifun á æskuslóðum hans á Ströndum og vinnu sína á jarðýtu við fyrstu vegabæturnar þar um slóðir með slíku tæki.

Freyja Jónsdóttir:
267 Gamla bíó
Sagt frá tilurð fyrsta kvikmyndahússins á Íslandi og stofnanda þess Peter Petersen, sem kunnur varð undir heitinu Bíó-Petersen.

272 Málfar
Guðrún Kvaran
„Ekkert orð er skrípi"
Fróðleikur um notkun sérkennilegra orða í ýmsum textum Halldórs Laxness.

Þórhallur Heimisson:
273 Jónsmessa
Jónsmessan er hápunktur birtutímans á Íslandi og í pistli sínum segir Þórhallur frá því hvernig hún er til komin í sögu kirkjunnar auk Höfuðdagsins.

Úr sagnasjóði HEB
Guðmundur Sæmundsson:
274 Ferjusiglingarnar - Reykjavík/Akranes/Borgarnes
Þau tíðindi urðu við upphaf yfirstandandi sumars að ferjusiglingar með fólk hófust aftur á milli Reykjavíkur og Akraness. Það er því vel við hæfi að rifja upp frásögn Guðmundar af sögu ferjusiglinga á þessari leið frá upphafi.

277 Bókahillan
Jón Þ. Þór:
Saga af illvirki
Fjallað um bókina Endimörk heimsins, frásögn hugsjónamanns, eftir Sigurjón Magnússon.

Birgitta H. Halldórsdóttir:
278 Kviðlingar og kvæðamal
Dægurljóð og vísur af ýmsu tagi.

Suzanna Medeiros:
281 Jarl innan seilingar
Ný framhaldssaga - 1. hluti.
Í síðasta tölublaði lauk sögu þeirra Nicholasar og Louisu. Í gegnum þau kynntust lesendur systur Louisu, Catherinu og vini Nicholasar, Kerrick. Í þessari sögu munum við fylgjast með hvaða framvinda verður í lífi Catherinu og Kerricks eftir að þau Nicholas og Louisa hafa komist á lygnan sjó.

Fuglarnir okkar
285 Skógarþröstur
Fróðleikur um einkenni og dreifingu eins gleðigjafans í fuglaríki Íslands, skógarþröstinn.

Kaffitíminn
286 Krossgátur og þrautir af ýmsu tagi.

286 Siggi sixpensari
Teiknimyndasaga.


Meðal efnis:

* Viðtal: Björn Jónsson,
hæstaréttarlögmaður
* Fjölbreytileiki Kanaríeyja
* Herflugvélarslysið í Kolgrafafirði
* Skýin eru skemmtileg
* Bruninn í Tröð á Snæfellsnesi 1962
* Vegagerð á Ströndum árið 1940
* Gamla bíó fyrsta kvikmyndahúsið
á Íslandi
* Jónsmessan
* Fuglarnir okkar
* Málfarið
* Vísnaþáttur
* Ferjusiglingarnar
Reykjavík/Akranes/Borgarnes
* Krossgátur, þrautir, sögur,
bókaumfjöllun og fleira
Tímarit um fólkið, lífið og söguna.

Áskrift er tilvalin gjöf fyrir alla fróðleiksþyrsta.

Útgefandi:
Heima er best útgáfa ehf.
Sími: 553 8200