Efnisyfirlit 2. tölublaðs 2017


51 Krossgátan

Guðjón Baldvinsson
Úr hlaðvarpanum
52 Draumar og dreymendur
Draumar hafa fylgt mannkyni frá upphafi og menn löngum reynt að ráða í þá með ýmsu móti. En hvað eru þeir í raun og veru, forspár, minnisgeymsla eða samband við framliðna?

Sigurður Óskarsson:
53 Býflugnabóndi við Heklurætur
Rætt við Gísla Vigfússon yfirlækni á Landspítalanum og býflugnabónda.

62   Hjalti Pálsson frá Hofi:
Um þorra og þorrablót
Nú eru nýliðin þorrablót landsmanna, sem um langa hríð hafa verið haldin að gömlum og góðum sið. Hjalti segir hér frá hvernig þorrablótin tíðkuðust á síðari hluta 19. aldar.

64 Hvað hétu leiðtogarnir
Lítil gáta í samantekt Örnólfs Thorlaciusar um æskuheiti nokkurra kunnra leiðtoga í heiminum, fyrr og síðar, en allir tóku þeir sér ný nöfn þegar þeir komust til valda eða urðu kunnir af störfum sínum.

Örlygur Hálfdánarson:
65 Grútarstöð og kamarbryggja í Viðey
Fróðleikur um fyrrum byggð og athafnasemi í Viðey á Kollafirði.

Karl Smári Hreinsson:
66 Gömlu húsin á Hjalteyri
Fyrir nokkru síðan áskotnaðist höfundi teikningar af húsalengju á Hjalteyri, sem gerðar voru af bandarískum hermanni á stríðsárunum. Karl Smári lagðist í heimildavinnu og tók saman fróðleik um húsin og íbúa þeirra fyrr á tíð.

Ágúst H. Bjarnason:
70 Minning frá sólmyrkvanum 1954
Höfundur var einn þeirra sem lagði leið sína austur í Mýrdal til að fylgjast með sólmyrkvanum sem náði til Íslands árið 1954. Hann rifjar hér upp minningar sínar frá þessari ferð.

Grétar Haraldsson:
72 Lappi
Þær eru til ýmsar sögurnar af óvenjulega skynsömum hundum sem íslenskir bændur hafa átt og hér segir af einum slíkum, sem Grétar átti á sínum búskaparárum.

Sigurjón Antonsson:
76 Í faðmi austfirska hálendisins
Sagt frá gönguferð sem höfundur fór í ásamt félaga sínum Þórhalli Pálssyni á Brattháls og Þrándarjökul á Austurlandi.

Guðjón Baldvinsson:
81 Örnólfur Thorlacius minningarorð.

82 Úr sagnasjóði HEB
Örnólfur Thorlacius:
Störf við útvarp og sjónvarp
Rifjuð upp frásögn Örnólfs af einu fyrsta starfi hans sem innheimtumanns hjá Ríkisútvarpinu og síðar við þáttagerð hjá Sjónvarpinu, en Örnólfur lést í febrúar síðastliðnum.

Birgitta H. Halldórsdóttir:
86 Kviðlingar og kvæðamál
Dægurljóð og vísur af ýmsu tagi.

Jón Þ. Þór:
89 Bókahillan
Brunasaga Akureyrar
Sagt frá bókinni Bærinn brennur eftir Jón Hjaltason sagnfræðing.

Suzanna Medeiros:
Hún elskaði markgreifann
90 Framhaldssaga - 23. hluti.

93 Fuglarnir okkar
Konungur fuglanna
- Haförninn
Fróðleikur og myndir af þessum stórbrotna fugli.

Kaffitíminn
Krossgátur og þrautir af ýmsu tagi.

94 Siggi sixpensari
Teiknimyndasaga.Meðal efnis:

*  Viðtal: Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri
    í Gunnarsholti
*  Þegar dægurlagatextinn "Slappaðu af" var
   saminn
* Ævintýraferð með olíuskipinu Hamrafelli árið
  1956
* Framvinda sögunnar er ýmsu háð
* Vígahnettir yfir Íslandi
* Steinbærinn Stöðlakot í Reykjavík
* Fjörugt var hirðlífið í höllunum á fyrri öldum
* Í gegnum Öræfasveit árið 1943
* Svanaflug í myndum
* Vísnaþáttur
* Siggi sixpensari - myndasaga
* Framhaldssagan
* Spaug
* Krossgátur og þrautir af ýmsu tagi
Tímarit um fólkið, lífið og söguna.

Áskrift er tilvalin gjöf fyrir alla fróðleiksþyrsta.

Útgefandi:
Heima er best útgáfa ehf.
Sími: 553 8200