Efnisyfirlit 1. tölublaðs 2017


3  Krossgátan                        

Guðjón Baldvinsson
Úr hlaðvarpanum
Framvinda sögunnar er ýmsu háð.
Hugleiðing um ýmislegt sem hefur haft óvænt áhrif á framvindu mannkynssögunnar, svo sem sjúkdómar og veðurfar.

Sigurður Óskarsson:
5  Landgræðslustjóri í Gunnarsholti
Rætt við Svein Runólfsson landgræðslustjóra
, er senn lætur nú af því starfi.

Þorsteinn Eggertsson:
14 Þegar dægurlagatextinn „Slappaðu af " varð til
Þorsteinn er löngu víðkunnur af frábærum dægurlagatextum sínum, sem hljómað hafa yfir landsmönnum í flutningi hinna ýmsu hljómsveita um áratuga skeið. Hann segir hér frá því hvernig einn þekktasti texti hans, „Slappaðu af " varð til á sínum tíma.

Halldór Hjartarson:
17 Löng var leiðin
Sagt frá ævintýraferð með olíuskipinu Hamrafelli árið 1956, en Halldór var einn af áhafnarmeðlimum sem þá fóru til Stokkhólms í Svíþjóð til þess að sækja þetta stærsta skip sem keypt hafði verið til Íslands fram að þeim tíma.

Þorsteinn Sæmundsson:
25  Vígahnettir yfir Íslandi
Flestir hafa einhvern tímann á ævi sinni séð svo kölluð stjörnuhröp, það er þegar litlir loftsteinar koma inn í lofthjúp jarðar og brenna þar upp á örskots stundu. En stundum eru það öllu stærri sendingar sem til okkar koma eftir þessari leið og Þorsteinn, sem safnað hefur upplýsingum um bjarta loftsteina um áratuga skeið, rifjar hér upp tvo atburði af þessu tagi, sem teljast mega til þeirra stærri hér á landi á seinni tímum.

Freyja Jónsdóttir:
28 Stöðlakot
Þeim fer óðum fækkandi svokölluðu steinbæjum í höfuðborg landsins. Freyja skoðaði einn af þeim síðustu sem uppi standa af þeirri gerð, Stöðlakot við Bókhlöðustíg í Reykjavík.

30 Spaug

Eleanor Herman:
31 Líf innan hallarveggja
- 2. hluti
Kafli úr óútkominni bók um brösótt sambúðarlíf konunga, drottninga og prinsessa fyrr á öldum.                               

Úr sagnasjóði HEB
Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi:
34 Í gegnum Öræfasveit árið 1943
Löngu er liðin sú tíð að Öræfasveitin gat talist til afskekktrar byggðar en það breyttist, eins og kunnugt er árið 1974, þegar hringvegurinn var opnaður með vígslu brúar yfir Skeiðarársand. Höfundur segir hér frá heimsókn sinni í Öræfasveitina árið 1943, þegar öllu torsóttara var að heimsækja hana en orðið er í dag.

Birgitta H. Halldórsdóttir:
38 Kviðlingar og kvæðamál       
Dægurljóð og vísur af ýmsu tagi.

41 Bókahillan
Jón Þ. Þór:
Fróðlegar endurminningar
Fjallað um ný útkomna bók Sváfnis Sveinbjarnarsonar, „Á meðan straumarnir sungu".

Suzanna Medeiros:
42 Hún elskaði markgreifann
Framhaldssaga
- 22. hluti.

45 Fuglarnir okkar
Svanaflug
Myndir af svönum á flugi.                                                 

46 Kaffitíminn
Krossgátur og þrautir af ýmsu tagi.
                                  
 
46  Siggi sixpensari  - myndasaga. 

Meðal efnis:

*  Viðtal: Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri
    í Gunnarsholti
*  Þegar dægurlagatextinn "Slappaðu af" var
   saminn
* Ævintýraferð með olíuskipinu Hamrafelli árið
  1956
* Framvinda sögunnar er ýmsu háð
* Vígahnettir yfir Íslandi
* Steinbærinn Stöðlakot í Reykjavík
* Fjörugt var hirðlífið í höllunum á fyrri öldum
* Í gegnum Öræfasveit árið 1943
* Svanaflug í myndum
* Vísnaþáttur
* Siggi sixpensari - myndasaga
* Framhaldssagan
* Spaug
* Krossgátur og þrautir af ýmsu tagi
Tímarit um fólkið, lífið og söguna.

Áskrift er tilvalin gjöf fyrir alla fróðleiksþyrsta.

Útgefandi:
Heima er best útgáfa ehf.
Sími: 553 8200