Efnisyfirlit 11. tölublaðs 2016

483 Krossgátan

Guðjón Baldvinsson
Úr hlaðvarpanum
484 Gamansemin gerir gagn
Hugleiðing um húmor manna og dýra.

Jónína Óskarsdóttir
485 Á ævintýraleiðum
Rætt við hjónin Stefán Eiríksson og Láru Sólveigu Haraldsdóttur í Reykjavík.

Gísli Sváfnisson:
495 Í bylgjum Butruskarðs
Æskuminning í söguformi.

Bjarni Guðmundsson:
497 Gríður, Jón Dýri og Íhalds-Majórinn
Fróðleikur um nafngiftir dráttarvéla fyrr á tíð.

Örlygur Hálfdánarson:
500 Litast um í Viðey Þórsnes
Sagt frá merkum stað í Viðey á Kollafirði, Þórsnesi, sem höfundur telur að hafi verið blótstaður ásatrúarmanna að fornu.

Freyja Jónsdóttir:
502 Skótískan frá árinu 1960 til 1980
Tímarnir breytast og mennirnir með segir einhversstaðar og eitt af því sem það gerir í sífellu, er skó- og fatatíska. Freyja ræðir hér við skósmiðinn Lárus Gunnsteinsson um skótískuna frá 1960 til 1980.

Ágúst H. Bjarnason:
506 Skógrækt áhugamannsins
Áhugi á skógrækt fer sívaxandi og Ágúst er einn af þeim sem hefur áhuga á þeirri iðju. Í þessari grein segir hann svolítið frá starfi sínu að trjárækt.

Sveinn T. Þórólfsson:
508 Afi og amma
Rifjuð upp nokkur atriði úr sögu hjónanna Sveins Sveinssonar og Kolfinnu Magnúsdóttur, afa og ömmu höfundar, sem lifðu og störfuðu á fyrri hluta síðustu aldar.

Jón M. Halldórsson:
Athyglisverð dýr
510 Sitthvað um háhyrninga
Háhyrningar eru þekkt hvalategund hér við land og víða annarsstaðar. Jón setur hér á blað fróðleik um þessi dýr og lifnaðarhætti þeirra.

511 Gamlir útileikir
Sú var tíð að ýmsir útleikir voru helsta afþreying barna og unglinga. Það hefur mikið breyst í tímans rás og ýmislegt tengt tölvunum tekið við í vaxandi mæli. Til gamans rifjum við upp hér nokkra vinsæla útleiki frá gamalli tíð, sem ekki væri úr vegi að hefja til nokkurs vegs á ný.             

Úr sagnasjóði HEB
514 Dulræn fyrirbæri
Tvær greinar úr sagnasjóði HEB, sú fyrri vangaveltur Þorbjörns Ásgeirssonar um andaheiminn og af hverju hann skyldi vera talinn til, og sú síðari um merkar staðreyndir í kringum kaffibollaspár, skráðar af Sigurlaugu Guðmundsdóttur.

517 Spaug
Stutt saga í gamansömum dúr um gamlan og vitran mann.

Birgitta H. Halldórsdóttir:
518 Kviðlingar og kvæðamál
Dægurljóð og vísur af ýmsu tagi.

521 Bókahillan
Jón Þ. Þór fjallar um bókina „Forystufé", sem nýlega hefur verið endurútgefin.

Suzanna Medeiros:
Hún elskaði markgreifann
522 Framhaldssaga 20. hluti.

525 Fuglarnir okkar
Tekið á loft
Myndaþáttur um stærri fugla, sem eru að taka á loft af yfirborði vatns.

526 Kaffitíminn                       
Krossgátur og þrautir af ýmsu tagi.

526 Siggi sixpensari
Myndasaga


Meðal efnis:

* Viðtal: Sunna Guðmundsdóttir,
   Reykjavík
* Stærsta víkingaskipið heimsækir
   Ísland
* Heimsborgarinn í sveitinni
* Pétur Óli Pétursson, athafnamaður
í Rússlandi
* Eru fötin okkar hætt að endast?
* Dugnarðarmaðurinn Gunnar á Eyri
* Æskuminningar af Fljótsdalshéraði
* Förumaðurinn Guðbrandur Jónsson
* Líkkistan á bryggjunni
* Fuglarnir okkar
* Bækur fyrir jólin
* Kviðlingar og kvæðamál
* Bókaumfjöllun
* Framhaldssaga um ástir og örlög
* Fuglarnir okkar
* Krossgátur og þrautir af ýmsu tagi
* Siggi sixpensari - myndasaga
Tímarit um fólkið, lífið og söguna.

Áskrift er tilvalin gjöf fyrir alla fróðleiksþyrsta.

Útgefandi:
Heima er best útgáfa ehf.
Sími: 553 8200