Tímarit um fólkið, lífið og söguna.

Áskrift er tilvalin gjöf fyrir alla fróðleiksþyrsta.

Efnisyfirlit 6. tölublaðs 2016

243  Krossgátan                        

Guðjón Baldvinsson
Úr hlaðvarpanum
244 Svefninn er öllum sætur…
Það hefur löngum verið vitað að svefninn er öllum lífsnauðsynlegur og mikilvægt að  komast hjá því að sofa of lítið. En nú er að koma í ljós að það getur verið jafn slæmt  að sofa of mikið. Um þessa uppgötvun er tiplað í hlaðvarpanum að þessu sinni.

Jónína Óskarsdóttir:
„Til hvers eru heimili?"         
245 Rætt við Önnu Sigríði Vigfúsdóttur frá Norðfirði.

Örnólfur Thorlacius:
255 Sambandsslit úr fjarbúð
Hugleiðing um það þegar Ísland varð lýðveldi árið 1944.

257 Spaug                               
Örsögur í léttum dúr.

Þórhallur Heimisson:
258 Getur nær-dauða-reynsla varpað ljósi á líf eftir dauðann?
Í flestum trúarbrögðum er því slegið nokkuð föstu að til sé annað líf eftir jarðneskan  dauða og hefur verið mikið skrifað og rannsakað í því efni, án þess að menn hafi  beinlínis náð að færa klárar sönnur á það. Höfundur veltir hér fyrir sér hvort svo  kölluð nær-dauða-reynsla geti verið þáttur í því að færa mannkynið nær sönnunum  á þessari aldagömlu trú.

Myndbrot
261 Þá var mjólkin flutt í brúsum
Ljósmyndir frá tíma brúsapallanna og mjólkurbílanna á seinni helmingi síðustu  aldar.

Jens Guðbrandsson:
262 Bréf úr bændaskóla 1936
Á fyrri hluta síðustu aldar var enn býsna langt í það að skólanemendur væru með  farsíma við höndina, hvað þá tölvur og tölvusíma. Árið 1936 var ungur bóndasonur  við nám í bændaskólanum á Hvanneyri og eins og títt var á þeim tíma, hélt hann  sambandi við foreldra sína í gegnum bréfaskriftir. Dóttir hans hefur hér valið til  birtingar nokkur þessara bréfa hans, sem m.a. varpa skemmtilegri mynd á tíð og  tíðaranda sem þá var efst á baugi. 

Helgi Seljan:
265 Af einelti og grimmd
Hin síðari árin hefur talsvert verið fjallað um einelti af margvíslegu tagi, jafnt innan  skóla sem utan þeirra. Þetta fyrirbæri er langt frá því að vera nýtt af nálinni og hefur  sjálfsagt fylgt mannskepnunni frá ómunatíð. Helgi segir hér frá kynnum sínum af  vondu einelti gagnvart samferðarmanni á síðustu öld.

Ásmundur Ólafsson:
267 Karvel Ögmundsson og býttin á Borginni 1935
Rifjaður upp fundur tveggja kunnra útgerðarmanna á fyrri hluta síðustu aldar, sem  þeir héldu sín á milli á hótel Borg, þar sem gert var út um kaup á einu stykki  bátavél.

Sveinn Torfi Þórólfsson:
270 Háskaför á Húnaflóa 1951
„Sjórinn býr yfir hundrað hættum…" segir í þekktum dægurlagatexta. Sjóslys við  Ísland voru afar tíð á árum áður og hér segir höfundur frá sjávarháska sem faðir  hans og fleiri lentu í árið 1951, angist aðstandenda í landi á meðan óvissan var sem  mest og síðan gleðinni þegar áhöfnin náði landi.

Úr sagnasjóði HEB
Gunnar Magnússon frá Reynisdal:     
275 Í kauptíðinni í Vík á síðustu öld
Það voru alltaf miklir annatímar á fyrri hluta síðustu aldar þegar bændur komu  með afurðir sínar í kaupstað og tóku út í staðinn brýnustu nauðsynjar fyrir  heimilshald sitt. Í þessum þætti segir frá slíkum tíma í þorpinu Vík í Mýrdal.

Birgitta H. Halldórsdóttir:
278 Kviðlingar og kvæðamál
Dægurljóð og vísur af ýmsu tagi.

Bókahillan
Jón Þ. Þór:
281 Söguleg skáldsaga frá 19. öld
Sagt frá bókinni „Þegar Gestur fór" eftir Helga Ingólfsson.  
                                                                       
Suzanna Medeiros:
282 Hún elskaði markgreifann
Framhaldssaga, 17. hluti.

285 Fuglarnir okkar
Fróðleikur um fugla Íslands.
Að þessu sinni er sagt frá Svartbaki og Sílamávi, sem eru býsna líkir um margt.

286 Kaffitíminn
Krossgátur og þrautir af ýmsu tagi.

286 Siggi sixpensari
Myndasaga.


Útgefandi:
Heima er best útgáfa ehf.
Sími: 553 8200