Tímarit um fólkið, lífið og söguna.

Áskrift er tilvalin gjöf fyrir alla fróðleiksþyrsta.

Efnisyfirlit 9. tölublaðs 2016

387  Krossgátan   
                    
Guðjón Baldvinsson:
Úr hlaðvarpanum
388 Undur stærðfræðinnar.
Sumir vilja meina að allt í okkar veröld sé nokkurs konar stærðfræði og því hafi verið óhjákvæmilegt að mannkynið uppgötvaði fyrr en síðar hversu mikilvæg og ómissandi hún er í öllu okkar lífi.

Sigurður Óskarsson:
389 Sunnlenski sveitarstjórinn og alþingismaðurinn
Rætt við Ísólf Gylfa Pálmason á Hvolsvelli.

Steinunn Hjálmarsdóttir:
397 Rekið á afrétt vorið 1912
Æskuminning höfundar, búin til prentunar af syni hennar, Hirti Þórarinssyni.

Ágúst H. Bjarnason:
399 Vindstig eða metrar á sekúndu?
Fyrir nokkrum árum síðan var vindmælingum á Íslandi breytt úr því að vera vindstig yfir í metra á sekúndu. Höfundur veltir hér fyrir sér hvort það hafi breytt einhverju í skilningi fólks á raunverulegum vindhraða.

Guðmundur Árnason:
401 Tvenn sambönd
Vangaveltur Vestur-Íslendings við upphaf síðustu aldar um blöndun nýbúa við þjóð í nýju landi. Málefni sem er ofarlega á baugi enn þann dag í dag og því fróðlegt að sjá hvert viðhorf Íslendinga sem innflytjenda í nýju landi voru á þessum tíma.

Þórhallur Heimisson:
405 Meira bullið þetta Gamla testamenti… eða hvað?
Hugleiðing höfundar í framhaldi af orðum sem látin voru falla í sjónvarpsþætti um að Gamla testamenti Biblíunnar væri ekki um neitt annað en morð, stríð og reiðan Guð.

Sveinn T. Þórólfsson:
408 Í sveit á Höskuldsstöðum 1955
Það var löngum siður hjá íslenskum fjölskyldum er bjuggu í borg eða bæ, að senda börnin í sveit. Það upplifði Sveinn líka í sinni æsku og segir hér frá reynslu sinni og minningum um það.                                                        

Ágúst Borgþór Sverrisson:
414 Undrin á Saurum
Þeir eru líklega fáir, sem komnir eru yfir miðjan aldur, og muna ekki eftir undrunum á bænum Saurum í Húnavatnssýslu, er urðu landsfræg og heltóku nánast alla þjóðina um tíma. Ágúst rifjar hérna upp umfjöllunina sem varð um þessa atburði.

Myndbrot
416 Hestamannamót við Pétursey í Mýrdal árið 1975
Myndir af fólki, bílum og hestum á kappreiðum hestamannafélagsins Sindra, við Pétursey í Mýrdal árið 1975. Ljósm.: Guðjón Baldvinsson.

Þorberg Ólafsson:
417 Ætlunarverkið
Frásögn af því þegar höfundur sem ungur drengur tók sér fyrir hendur upp á eigin spýtur, að brenna sinu á æskuslóðunum.                                                                 

Bjarni Sigurðsson:
419 Við dauðans dyr
Áður en ár og fljót Íslands voru brúuð þurfti fólk ýmist að vaða árnar eða ferja sig yfir á hestum og gat það oft orðið hættuför þegar um straumhörð fljót var að ræða. Eitt slíkt varasamt vatnsfall var Jökulsá á Sólheimasandi og segir hér frá atburði við hana árið 1913, sem hefði getað endað ver en raunin varð.                                                                  

Birgitta H. Halldórsdóttir:
422 Kviðlingar og kvæðamál
Dægurljóð og vísur af ýmsu tagi.

425 Bókahillan
Birgitta H. Halldórsdóttir:
Bandaríkjaforsetar
Sagt frá bókinni Bandaríkjaforsetar eftir Jón Þ. Þór sagnfræðing.

Suzanna Medeiros:
426 Hún elskaði markgreifann   
Framhaldssaga, 19. hluti.

429 Fuglarnir okkar
Ljósmyndir af dansi íslensks svanapars, sem var að tjá ást sína í rómantík vordægranna.
Ljósmyndir: Ágúst H. Bjarnason.

Kaffitíminn
430 Krossgátur og þrautir af ýmsu tagi.

430 Siggi sixpensari
Myndasaga.


Útgefandi:
Heima er best útgáfa ehf.
Sími: 553 8200