Tímarit um fólkið, lífið og söguna.

Áskrift er tilvalin gjöf fyrir alla fróðleiksþyrsta.

Efnisyfirlit 5. tölublaðs 2016


195  Krossgátan                        

Guðjón Baldvinsson
196 Úr hlaðvarpanum
Krossgátur eru heilsubót
Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á að því meira sem við þjálfum heila okkar í að fást við ýmis verðug verkefni, því færari verði hann í hlutverki sínu. Hér er sagt frá líklegu hlutverki sem krossgátur og heilabrot geta leikið í því efni.

Jónína Óskarsdóttir:
„Svo er bara lífið svo skemmtilegt"
197 Rætt við Unni Guttormsdóttur  í Reykjavík.

207 Myndbrot
Gamlar myndir frá íþróttamóti 17. júní árið 1969, að Skógum undir Austur-Eyjafjöllum. Ljósm.: Guðjón Baldvinsson.

Helgi Seljan:
208 Örlagamyndir
Höfundur rifjar upp fáein tilvik sem hann kynntist, þar sem áfengi og önnur fíkniefni ollu fólki dapurlegum örlögum.

Helgi Seljan:
209 Lykkjuföllin
Frásögn í léttum dúr af því hvernig ólíklegustu hlutir geta leitt fólk saman til ævilangrar sambúðar.     

Hjörtur Þórarinsson:
211 Nautkálfur og nautaflutningar
Fyrir þá sem bjuggu á eyjum Breiðafjarðar á öldum áður og fram á síðustu öld, var ekki um annan veg að ræða á milli eyja og til lands, en sjóinn. Hér segir frá flutningum tveggja nauta á báti frá haglendi þeirra í Gjarðey til lands. Þar mátti ekki miklu muna að illa gæti farið. Einnig segir höfundur frá ungnauti sem batt nokkra vinartryggð við hann, ungt barnið, aðeins sjö ára.

Ágúst H. Bjarnason:
215 Ljósmengun á Íslandi og auðlind sem er að hverfa
Mörg þægindin hefur nútíminn fært okkur íbúum jarðar og eitt af mörgu í því efni eru ljósin, sem allsstaðar lýsa orðið, jafnt úti við sem inni í húsum. En ekki verður alltaf bæði sleppt og haldið og eitt af því sem við missum af í vaxandi mæli við komu ljósanna, er möguleikinn á því að sjá fegurð himinsins á stjörnubjörtum nóttum. Því veldur svokölluð ljósmengun, en þessi mikla lýsing dregur úr sýninni til himins. Ágúst fjallar hér um þetta efni og nefnir ýmislegt sem gera mætti til þess að draga úr þessari mengun.   

Vigfús Ingvar Ingvarsson:
218 Kerfi jurtaheita frá Linné og guðsmenn í grösum
Sagt frá því kerfi fræðiheita sem jurtir eru flokkaðar eftir og þeim manni sem fann það upp. Einnig fjallar höfundur um þá staðreynd að margar jurtir hafa verið     
nefndar eftir kirkjunnar mönnum í gegnum tíðina.

Sigurður Flosason:
222 Leitað leiða
Meðal þeirra sem fyrstir könnuðu hálendi Íslands var hópur manna sem nefndu sig Minnsta ferðafélagið. Félagar þess fóru í eftirminnilega ferð í september árið
1950, í þeim tilgangi að kanna leiðir um Vonarskarð, austur með Vatnajökli að Dyngjufjöllum og í Herðubreiðarlindir. Strax að þeirri ferð lokinni tóku þeir þátt í leitinni að flugvélinni Geysi sem fórst á Vatnajökli á sama tíma. Höfundur kannaði þessar sömu slóðir fótgangandi síðsumars 2015 og hafði myndir leiðangursmannanna frá 1950 til hliðsjónar.

Úr sagnasjóði HEB
226 Af huldufólki
Nokkrar huldufólkssagnir rifjaðar upp með hugleiðingum Helga Hallgrímssonar fræðimanns um trúverðugleika slíkra sagna.

Birgitta H. Halldórsdóttir:
230 Kviðlingar og kvæðamál
Dægurljóð og vísur af ýmsu tagi.

234
Suzanna Medeiros:
Hún elskaði markgreifann
Framhaldssaga - 16. hluti.

Fuglarnir okkar
237 Krían
Fróðleikur um fugla Íslands úr bók Søren Sørensen og Dorete Bloch 1991.

Siggi sixpensari
Teiknimyndasaga.                                                              

238
Kaffitíminn
Krossgátur og þrautir af ýmsu tagi.Útgefandi:
Heima er best útgáfa ehf.
Sími: 553 8200