Tímarit um fólkið, lífið og söguna.

Áskrift er tilvalin gjöf fyrir alla fróðleiksþyrsta.

Efnisyfirlit 4. tölublaðs 2016


147  Krossgátan     

Guðjón Baldvinsson
148 Úr hlaðvarpanum
„Hlakkar stór veiðibjalla"
Um veiðibjölluna á Íslandi, gagn hennar og ógagn, eftir því hvernig á er litið.                  

Sigurður Óskarsson:
149 Skaftfellski skurðlæknirinn
Rætt við Sigurgeir Kjartansson frá Þórisholti í Mýrdal.

Ágúst H. Bjarnason:
158 Athuganir á brautum gervihnatta yfir Íslandi
Höfundur rifjar upp starf sitt fyrir hálfri öld síðan, við að fylgjast með gervihnöttum á braut um jörðu, þegar þeir fóru yfir Ísland. Sumum þótti ýmislegt dularfullt í kringum það og var jafnvel talað um njósnarann í Norðurmýrinni í Reykjavík. 

162 Myndbrot
Frá horfinni tíð
Myndir úr safni Ástur Einarsdóttur frá Reykjadal, af heyskap, heimalningum og fleiru á bænum Klömbrum undir Austur-Eyjafjöllum í byrjun sjötta áratugar síðustu aldar.

Sveinn Torfi Þórólfsson:
164 Að skera utan af og fella net
Hér segir höfundur frá því þegar hann ásamt vini sínum, fékk sér vinnu við það árið 1956, að skera utan af netum og fella. Það gat stundum verið kalsöm vinna þegar þannig viðraði.

Jón R. Hjálmarsson:
168 Draugurinn Bláskeggur í Hvalfirði
Sagt frá draugi í Hvalfirði sem lét fátt stöðva sig, ekki einu sinni alvopnaða hermenn stórveldis.

169 Spaug
Stuttar gamansögur af skoplegri hlið mannlífsins.

Ólafur Grímur Björnsson:
170 Finnagaldurinn 1939-1940
Það er ekki nýtt í Íslandssögunni að mikið hafi verið tekist á í málefnum stjórnmálanna. Hér segir frá slíkum átökum sem áttu sér stað 1939-1940, þar sem menn voru m.a. sakaðir um barsmíðar.    

Jón M. Halldórsson:
Athyglisverð dýr
177 Afrískir nashyrningar
Fróðleikur um þessa stórvöxnu og kraftmiklu skepnu, sem er okkur Íslendingum framandi, enda allnokkur spölur á heimaslóðir hennar ef til ætti að sækja.

180 Hártíska sjötta og sjöunda áratugar síðustu aldar
Eitt af því sem löngum hefur fylgt síbreytilegum áherslum tískunnar, er hárgreiðsla kvenna. Í þessum þætti má sjá hvernig konur greiddu sér á árunum í kringum 1960 og þaðan af fyrr.

Birgitta H. Halldórsdóttir:
182 Kviðlingar og kvæðamál
Dægurljóð og vísur af ýmsu tagi.

Fuglarnir okkar
185 Tjaldurinn
Fróðleikur um útlit og dvalarstaði tjaldsins.

Suzanna Medeiros:
186 Hún elskaði markgreifann
Framhaldssaga, 15. hluti.

Örnólfur Thorlacius:
189 Tveggja mæðra barn
Vísindin eflast stöðugt og í þessu pistli segir Örnólfur frá því hvernig hægt er orðið að tala um tveggja mæðra börn.

189 Siggi sixpensari
Myndasaga.

190 Kaffitíminn
Krossgátur og þrautir af margvíslegu tagi.Útgefandi:
Heima er best útgáfa ehf.
Sími: 553 8200