Tímarit um fólkið, lífið og söguna.

Áskrift er tilvalin gjöf fyrir alla fróðleiksþyrsta.

Efnisyfirlit 3. tölublaðs 2016


149 Krossgátan

Guðjón Baldvinsson
150 Úr hlaðvarpanum
Tepokinn bjargaði teinu
Te er með vinsælli drykkjum veraldar í dag. En væri það svo ef tekaupmaður nokkur hefði ekki dottið niður á þessa snjöllu hugmynd með tepokann?

Jón M. Halldórsson:
151 Dansað við lífið
Rætt við Jón Boða Björnsson í Reykjavík.

Ólafur Hallgrímsson, Mælifelli:
159 „Eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði"
Sagt frá heimsókn að Skarði á Skarðsströnd, kirkjunni þar og fleiru.

Eleanor Herman:
163 Líf innan hallarveggja
Hvernig var lífið hjá prinsessum og drottningum Evrópu fyrr á öldum? Í þessum kafla fáum við svolitla innsýn í það, sem svo sannarlega var ekki alltaf dans á rósum, þegar að er gáð. Frásögnin er byggð á skriflegum heimildum, bréfum og ýmsum opinberum gögnum frá þessum tíma.

Jens Kr. Guðmundsson:
167 Afi
Bráðskemmtileg frásögn af sérstökum kvisti í mannlífinu, afa höfundar.

Ólafur Ragnarsson:
171 Þegar breska beitiskipinu Rawalpindi var sökkt
Þeir voru margir hörmulegu atburðirnir sem urðu í síðari heimstyrjöldinni, og einn af þeim var þegar breska beitiskipinu Rawalpindi var sökkt af berskipum Þjóðverja í hafinu á milli Íslands og Færeyja arið 1939. Hér er rifjuð upp sagan af þeim atburði út frá sjónarhóli þeirra sem fyrir urðu.

Úr sagnasjóði HEB
Sigurður Ó. Pálsson:
180 Gísla þáttur og þriggja stráka
Æskuminningar höfundar í gamansömum dúr frá fyrri hluta síðustu aldar.

Birgitta H. Halldórsdóttir:
185 Kviðlingar og kvæðamál
Dægurljóð og vísur af ýmsu tagi.

Suzanna Medeiros:
188 Hún elskaði markgreifann
Framhaldssaga - 14. hluti.

Jón Þ. Þór:
191 Bókahillan
Forngrískt öndvegisrit
Sagt frá bókinni Helleníku, eftir Xenófón í þýðingu Sigurjóns Björnssonar.

191 Siggi sixpensari
Teiknimyndasaga

192 Kaffitíminn
Krossgátur og þrautir af ýmsu tagi.


Útgefandi:
Heima er best útgáfa ehf.
Sími: 553 8200