Tímarit um fólkið, lífið og söguna.

Áskrift er tilvalin gjöf fyrir alla fróðleiksþyrsta.

Efnisyfirlit 2. tölublaðs 2016


 51  Krossgátan                        

Guðjón Baldvinsson
Úr hlaðvarpanum
52 Þegar sjónvarpið kom.
Nokkrar minningar um áhrif sjónvarpsins á fyrstu árum þess hér á landi.

Jón M. Halldórsson:
„Þá var ég vel birgur af fýl"
 53 Rætt við Jón Sveinsson fyrrum bónda á Reyni í Mýrdal. 
 
Þorkell Sigurjónsson:
59 Vatnið í Vestmannaeyjum
Vestmannaeyingar áttu lengi við nokkurn vatnsskort að stríða. Höfundur segir hér frá þeim þætti í lífi eyjarskeggja og hvernig menn leystu úr því máli.

Sigurður Hreiðar Hreiðarsson:
62 Leyfin fá en fullt af bílum
Sú var tíðin hér á landi að ekki var sjálfgefið að menn gætu keypt sér bíl þó þeir ættu til þess peninga. Sigurður rifjar upp frægt tilvik því tengt, þegar innflytjandi nokkur flutti inn fleiri bíla en hann hafði leyfi fyrir, af tegund sem lengst af gekk undir nafninu „Hagamús" hér á landi.

Myndbrot
65 Að kippa vaðmál
Mynd frá Indriða Ketilssyni á Ytra-Fjalli í Aðaldal af mönnum sem eru að „kippa vaðmál", nokkuð sem fáir myndu líklega vita í dag hvað var.

Karl Smári Hreinsson:
66 Úr djúpi þagnar eftir 75 ár
Sagt frá leit að ættingjum þeirra sem fórust með breskri herflugvél við Svartahnjúk í Kolgrafafirði árið 1941 og eftirmála slyssins hér á landi.

Örnólfur Thorlacius:
73 Þegar ég var þegn Svíakonungs
Ýmis skemmtilegur fróðleikur um síðustu Svíakonunga, þess sem ríkti þegar höfundur var við nám í Svíþjóð og til þess er í dag ríkir.

Þórhallur Heimisson:
76 Af reimleikum
Margt er það til sem okkur mannfólkinu er hulið og við eigum ekki alltaf skýringar við. Þórhallur rifjar upp í frásögn sinni tvö atvik sem urðu í Hafnarfirði og á Þingvöllum, og sem tæplega verða skýrð með eðlilegum hætti og myndu flokkast undir yfirskilvitleg fyrirbæri.

79 Njósnahetjan Krystyna Skarbek
Hann var mikill sá hildarleikur sem átti sér stað í seinni heimsstyrjöldinni
og áreiðanlega margur atburðurinn og framgangan þar sem aldrei verður
skráð. Í þessari grein segir frá pólskri hetju, konu að nafni Krystyna Skarbek, er þótti sýna ítrekað fádæma hetjuskap í lífshættulegum aðstæðum stríðsins við að bjarga ýmsum liðsmönnum Bandamanna úr klóm Nasista og afla upplýsinga sem komið gátu að gagni í baráttunni við þá.

Myndbrot
84 Kletturinn í Fiská
Mynd af horfnum klettadrangi í ánni Fiská og fyrirspurn til lesenda sem kunna að vita einhver skil á honum. Sendandi: Ólafur Grímur Björnsson.

Jón M. Halldórsson:
Úr alfaraleið IX
85 Kókoshnetur og draugakettir
Litast um á Yaeyama-eyjum
, útverði japanska keisaradæmisins í suðri.

Birgitta Hrönn Halldórsdóttir:
87 Kviðlingar og kvæðamál       
Dægurljóð og vísur af ýmsu tagi.

Suzanna Medeiros:
Hún elskaði markgreifann
90 Framhaldssaga 13. hluti.

Birgitta H. Halldórsdóttir:
93 Bókahillan
Júlíana Jensen
Sagt frá ofangreindri bók eftir Jane Asmund.

93 Siggi sixpensari
Teiknimyndasaga.                                                              

94 Kaffitíminn
Krossgátur og þrautir af ýmsu tagi.


Útgefandi:
Heima er best útgáfa ehf.
Sími: 553 8200