Tímarit um fólkið, lífið og söguna.

Áskrift er tilvalin gjöf fyrir alla fróðleiksþyrsta.

Útgefandi:
Heima er best útgáfa ehf.
Sími: 553 8200


Efnisyfirlit 1. tölublaðs 2016 2  Krossgátan                        

Guðjón Baldvinsson
Úr hlaðvarpanum
4 Makaleit í símanum

Sigurður Óskarsson:
5 Fjallastrákur á Findelvelli
Rætt við Pál Andrésson frá Berjanesi , Austur- Eyjafjöllum.

Karl Smári Hreinsson:
12 Leit að herflugvél
Árið 1941 var gerð mikil leit að breskri herflugvél er fórst við Svartahnjúk á Snæfellsnesi og með henni 6 breskir hermenn. Ekki upplýstist alveg um afdrif þeirra allra og fjallar höfundur m.a. um það í greininni. Einnig hefur nýlega verið gerð heimildarmynd um þessa atburði.

Sigurður Hreiðar Hreiðarsson:
18 Eigi er neitt kalk eða cement í grunninum
Rifjuð upp saga Lágafellskirkju í Mosfellsbæ.

Úr sagnasjóði HEB
Júlíus Jónsson Mosfelli:
25 Hnoðri var mjög vitur
Ýmsar sögur eru til af viti hunda og hversu snjallir þeir geta oft verið í samvinnu við húsbændur sína. Hér segir af einum slíkum, hundinum Hnoðra, sem eigandinn segir hafa verið vitrastan allra hunda sem hann átti.

Benjamín Sigvaldason:
27 Bardagi við franska duggara
Benjamín Sigvaldason frá Gilsbakka var afkastamikill fræðimaður er safnaði og ritaði margar bækur og greinar um þjóðleg efni. Hér birtum við eina frásögn hans er fjallar um átök eins manns við franska duggara um miðja nítjándu öld, er ætluðu sér að ræna fé eins bóndans hafa með sér til matar á skip sitt.

Agnar Hallgrímsson:
31 Jökuldalsheiðin og Sjálfstætt fólk
Höfundur, sem er borinn og barnfæddur á Héraði, veltir hér m.a. fyrir sér líklegu sögusviði bókar Halldórs Kiljans Laxness, Sjálfstæðu fólki, og hvernig heimfæra megi hana við byggð og líf á Jökuldalsheiðinni á öldum áður.

Birgitta H. Halldórsdóttir:
37 Kviðlingar og kvæðamál
Dægurljóð og vísur af ýmsu tagi.

Suzanna Medeiros:
Hún elskaði markgreifann
41 Framhaldssaga - 12. hluti.

Jón Þ. Þór:
45 Bókahillan
Glæsileg hvalveiðisaga
Sagt frá bókinni „Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915," eftir Smára Geirsson.

45  Siggi sixpensari                  
Teiknimyndasaga

46 Kaffitíminn
Krossgátur og þrautir af ýmsu tagi.