Þjóðlegt og fróðlegt - Tryggðu þér áskrift
Föstudagur, 25. maí 2018
Áskrift
Tímaritið Heima er bezt kostar kr. 850 pr. hefti í áskrift, með póstburðargjaldi, en kr. 970 í lausasölu. Út koma 12 tölublöð á ári, hvert blað upp á 48 blaðsíður, júlí-ágúst koma saman í einu hefti, 96 blaðsíður. Áskriftargjald er innheimt tvisvar á ári, kr. 5.095 í hvort skipti, í mánuðunum janúar og júní, ár hvert.
Hægt er að velja um að greiða áskriftina með greiðsluseðli, kreditkorti eða í gegnum greiðsluþjónustu banka.
Áskriftarsími blaðsins er 553-8200, en einnig er hægt að panta áskrift með tölvupósti. Þá smellir þú einfaldlega á hnappinn hér til hliðar og skrifar inn nafn þitt, heimilisfang, kennitölu og síma
Áskriftarárinu er skipt í tvö tímabil og hefst fyrra tímabilið 1. janúar og það seinna 1. júlí.
Heima er bezt er fyrst og fremst selt til fastra áskrifenda en er líka fáanlegt í flestum verslunum Pennans/Eymundsson.

Prufuáskrift
Viltu kannski prufuáskrift í þrjá mánuði?
Við bjóðum nú í takmarkaðan tíma upp á prufuáskrift á næstu þremur tölublöðum frá því pantað er. Áskriftin kostar kr. 2.610, og greiðist samkvæmt greiðsluseðli sem fylgir fyrsta blaði og kemur jafnframt í heimabankann eða með kreditkorti. Eftir tvo mánuði lætur þú svo vita hvort þú vilt lengri áskrift eða hætta að loknum þessum þremur heftum.
Ath. að ef prufuáskriftin nær yfir tímabil tvöfalda heftisins, þ.e. 7./8. tbl., þá er um að ræða sendingu á tveimur heftum, en þremur tölublöðum eftir sem áður.

Kaupa eina áskrift og gefa aðra
Við bjóðum einnig upp á eina og hálfa áskrift fyrsta tímabilið, ef þú hefðir áhuga á gefa öðrum áskrift um leið og þú kaupir þína. Aukaáskriftina bjóðum við þannig á hálfvirði, kr. 2.550.-
Eigin áskrift plús auka gjafaáskrift í 6 mánuði (gjafakort fylgir fyrsta tölublaði gjafaáskriftarinnar), færðu þá á kr. 7.645,- samtals.
Um er að ræða tvær hálfs árs áskriftir, á þínu nafni annars vegar og þess sem gjöfina fær hins vegar, 6 tölublöð, fyrir hvorn aðila í eitt hálfs árs tímabil. Að því loknu færist gjafaáskriftin í venjulega áskrift á nafni þess er fékk, kjósi hann að halda áskriftinni áfram.

Útgefandi: Heima er best útgáfa ehf.