5. tölublað 2019
Efnisyfirlit
195 Krossgátan
Guðjón Baldvinsson:
Úr hlaðvarpanum
196 Staðreyndir og mýtur
Jóhanna Helga Halldórsdóttir:
„Það er dásamlegt að búa í Noregi, svona í seilingarfjarlægð frá Íslandi
197 Rætt við Hörpu Björt Eggertsdóttur frá Haukagili í Vatnsdal.
Halldór Hjartarson:
207 Eftirminnileg sjóferð
Halldór skráir hér frásögn Jónasar Ragnarssonar af eftirminnilegri sjóferð með vélbátnum Faxaborg frá miðunum Svörtuloftum út af Snæfellsnesi og til Skagastrandar en vél bátsins gekk ekki á fullum afköstum sökum bilunar.
Birgitta H. Halldórsdóttir:
209 Þessa heims og annars
Það hefur löngum verið trú margra að líf sé að loknu þessu og telja þeir hinir sömu sig hafa margvíslegar sannanir fyrir því. Birgitta segir hér frá nokkrum slíkum tilvikum af eigin reynslu og annarra.
Karl Smári Hreinsson:
211 Ferðaskrifstofa Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli
Það eru ekki allir sem vita að á vegum Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli var á sínum tíma rekin ferðaskrifstofa til að sinna ferðaþörfum fólksins er þar dvaldi. Karl Smári starfaði á sínum tíma á vegum skrifstofunnar og segir hér frá starfi sínu þar.
Sigurður Hreiðar:
216 Bústjórinn og mjólkurbílstjórinn Lórens, áður hermaður í liði Rommels
Í lok síðari heimsstyrjaldarinnar komu hingað til lands býsna margir Þjóðverjar sem flýja þurftu ástand heimalands síns eftir styrjöldina. Einn af þessu fólki var Lorenz Lorenzen, öðru nafni Lárus Hermannsson, er settist að í Mosfellssveit er þá hét svo, og í nágrenni höfundar. Sigurður tók á sínum tíma viðtal við Lárus um ævintýralegt líf hans áður en hann kom til Íslands, og rifjar það upp hér á HEB.
Úr sagnasjóði HEB
Guðmundur Sæmundsson:
226 Kálfshamarsvík
Rifjuð upp frásögn Guðmundar af heimsókn hans til Kálfshamarsvíkur árið 1990, þar sem hann fer yfir sögu staðarins og skoðar eyðibyggðina sem eftir er þar í dag.
Birgitta H. Halldórsdóttir:
230 Kviðlingar og kvæðamál
Dægurljóð og vísur af ýmsu tagi.
Suzanna Medeiros:
Jarl innan seilingar
236 Framhaldssaga - sögulok
Kaffitíminn
237 Krossgátur og þrautir af ýmsu tagi.
233 Siggi sixpensari
Teiknimyndasaga.
Bókahillan
Birgitta H. Halldórsdóttir:
238 Myndir á háalofti
Sagt frá ofangreindri bók eftir Sigríði Svönu Pétursdóttur, er fjallar um myndir sem fundust á háalofti í fjölskylduhúsi í Reykjavík.
Fuglarnir okkar
239 Rauðhöfðaönd
Fróðleikur um fugla þá sem Ísland gista, flestir vor og sumar en aðrir árið um kring. Nú er það rauðhöfðaöndin sem sagt er frá.