Þjóðlegt og fróðlegt - Tryggðu þér áskrift
Föstudagur, 25. maí 2018
10. tölublað 2018
 Efnisyfirlit

435        Krossgátan

Guðjón Baldvinsson:
436        Úr hlaðvarpanum - Músík viðskiptanna
Flest í nútíma mannlífi er stöðugt að verða fullkomnara og margslungnara fyrir hinn almenna neytanda. Eitt af því sem beitt hefur verið í því efni er tónlist, sem leikin er í þeim tilgangi að reyna að stýra hegðun fólks.

Karl Smári Hreinsson og Adam Nichols:
442        Afdrif Járngerðarstaðafólks í Tyrkjaráninu 1627
Athyglisverð umfjöllun þeirra félaga og rannsókn á örlögum fólks sem rænt var af tyrkneskum sjóræningjum í Grindavík árið 1627.

Helgi Seljan:
447        Páll Hermannsson alþingismaður
Höfundur rifjar upp minningar sínar um þennan samferðamann á lífsgöngunni fyrr á ævinni.

Guðjón Ólafsson frá Syðstu-Mörk:
451        Um Björn hvíta og jarðir á Þórsmörk
Guðjón færir hér rök fyrir þeirri skoðun sinni að Björn úr Mörk eða Björn hvíti eins og hann er nefndur í Njálssögu, hafi ekki verið skáldsagnapersóna eins og haldið hefur verið fram, heldur til og lifað sem bóndi á Þórsmörk.

Jón Þ. Þór:
454        Konungur Íslands - Magnús Eiríksson
Sagt frá Noregskonungi sem uppi var á árabilinu 1319- 1355 og var konungur Íslands í full þrjátíu og sex ár.

Birgitta H. Halldórsdóttir:
463        Bókahillan - Katrín mikla
Sagt frá nýútkominni bók um þessa kjarnakonu sem breytti Rússlandi.

Jón R. Hjálmarsson:
464        Þegarkonungsríkið Ísland varð til
Illt árferði, eldgos og drepsótt 1918
Nú um þessar mundir minnast Íslendingar þess að 100 ár eru liðin síðan Ísland breyttist úr því að vera dönsk hjálenda með heimastjórn í að verða sjálfstætt og fullvalda konungsríki. Jón rifjar hér upp hvernig það gekk til.

Úr sagnasjóði HEB
Arnfriður Jónasdóttir, Þverá:
467        Undraljósið
Rifjuð upp frásögn Arnfríðar af dularfullu ljósi sem hún sá nokkrum sinnum um ævina á ferð um nágrenni sitt og ekki var hægt að finna eðlilega skýringu á.

Birgitta H. Halldórsdóttir:
470        Kviðlingar og kvæðamál
Dægurljóð og vísur af ýmsu tagi.

Suzanna Medeiros:
Jarl innan seilingar
473        Framhaldssaga - 15. hluti.

Fuglarnir okkar
477        Hrafninn
Fróðleikur um fugla þá sem Ísland gista, flestir vor og sumar en aðrir árið um kring. Nú er það hrafninn sem sagt er frá.

Kaffitíminn
478        Krossgátur og þrautir af ýmsu tagi.

479        Siggi sixpensari
Teiknimyndasaga.