Þjóðlegt og fróðlegt - Tryggðu þér áskrift
Föstudagur, 25. maí 2018
7./8. tölublað 2018
 Efnisyfirlit

291 Krossgátan

Guðjón Baldvinsson:
Úr hlaðvarpanum
292 Að vera í alvöru fríi
Hugleiðing um það hvort mannfólkið hoppi stundum yfir lækinn í leit að afslöppun og rólegheitum í fríum sínum.

Jóhanna Helga Halldórsdóttir:
„Jafnrétti og jöfnuður eru baráttumálin mín"
293 Rætt við Ursulu Árnadóttur, prest að Hólum í Hjaltadal.

Freyja Jónsdóttir:
306 Vatnsberar í Reykjavík
Sagt frá nokkrum svokölluðum vatnsberum í Reykjavík á nítjándu öld, sem höfðu það hlutverk að bera vatn í hús borgarbúa úr þeim brunnum sem til voru.

Karl Smári Hreinsson:
312 Gengið í Kverkfjöllum
Karl Smári leiðsögumaður rifjar upp gönguferð í Kverkfjöllum sem hann fór í árið 1993 með hóp þýskra ferðamanna.

Helgi Seljan:
318 Fuglar bernsku minnar
Höfundur segir frá nokkrum fuglum sem voru honum hugþekkir í bernsku og æsku.

Clint Hill:
322 Dagurinn í Dallas
Hér segir lífvörður Jacqueline Kennedy á árunum 1960-1964, frá þeim degi þegar eiginmaður hennar, John F. Kennedy, þáverandi forseti Bandaríkjanna, var myrtur í Dallas. Frásögnin er kafli úr bók hans sem hann ritaði 50 árum síðar.

Ólafur Egilsson:
331 Albert Thorvaldsen myndhöggvari
Nú líður senn að því að liðin verða 250 ár frá fæðingu íslensk-danska
myndlistarmannsins Alberts Thorvaldsen, sem um. skeið á 19, öld var talinn mesti myndhöggvari Evrópu. Höfundur rifjar hér upp sögu hans og feril af þessu tilefni.

Grétar Haraldsson frá Miðey:
334 Örnefni og leiðir í Þórsmörk
Grétar hefur hér skráð niður ítarlega örnefnaskrá um flest það sem fyrir augu þeirra ber er leið sína leggja inn í Þórsmörk, þessa miklu útivistarparadís sem heillað hefur landsmenn áratugum saman.

Hjalti Pálsson:
340 Konráð Gíslason! Hvaða maður er það?
Sagt frá þessum kunna Fjölnismanni, fræðastörfum hans og áhrifum á íslenska tungu.

Sigurjón Antonsson:
546 Skíðaganga yfir Vatnajökul 1984
Árið 1984 tóku fjórir menn sig saman um að ganga á skíðum yfir Vatnajökul. Þeir voru Þórhallur Pálsson, Hrafnkell Kárason, Björn Ingvarsson og Sigurjón Antonsson, allir frá Egilsstöðum.

Jón M. Halldórsson:
354 Kóalabirnir
Fróðleikur um pokadýrin sem kölluð eru Kóalabirnir, en þeir eru í dag eina lifandi tegund ættar sinnar.

Ólafur Grímur Björnsson:
336 Enginn veit, hvað misst hefur fyrr en átt hefur
Skilningur á menntun og hæfni merkilegra manna fyrr á tíð var ekki alltaf mikill hjá stjórnvöldum sem höfðu vald og getu til að greiða götu þeirra, þjóðinni til framdráttar. Ólafur segir hér frá einum slíkum, Stefáni Jónssyni lækni, sem átti við slíkt að eiga á starfsferli sínum við upphaf síðustu aldar.

María Eiríksdóttir
366 Vangaveltur um konung
María veltir hér fyrir sér ýmsu er tengdist Noregskonunginum Ólafi helga
helga eða digra, er ríkti á árunum 995-1030 og fjallar um hvernig það kemur henni fyrir sjónir.

Guðmundur Kristinsson:
370 Dulrænar sýnir
Guðmundur hefar ritað mikið um ýmis dulræn málefni og gefið út bækur um þau efni. Við birtum hér einn kafla hans um sýnir miðla er tengjast látnum ættingjum.

Birgitta H. Halldórsdóttir:
373 Kviðlingar og kvæðamál
Dægurljóð og vísur af ýmsu tagi.

Suzanna Medeiros:
Jarl innan seilingar
376 Framhaldssaga, 13. hluti.

Kaffitíminn
380 Krossgátur og þrautir af ýmsu tagi.

381 Siggi sixpensari
Teiknimyndasaga.

Fuglarnir okkar
382 Straumönd
Fróðleikur um fugla þá sem Ísland gista, flestir vor og sumar en aðrir
árið um kring. Nú er það Straumöndin sem sagt er frá.

383 Ölkeldurnar í Grænafjalli
Litmynd af ölkeldum við Grænafjall, sem vaxið hafa og dafnað í friði um aldaraðir.