Þjóðlegt og fróðlegt - Tryggðu þér áskrift
Föstudagur, 25. maí 2018
3. tölublað 2018
 Efnisyfirlit

„Sveitastörfin eiga alltaf hug minn"
 101 Rætt við Dagnýju Pétursdóttur á Öxará í     Bárðardal.

Sigurður Hreiðar Hreiðarsson:
 108 „Líklega hefur hann fylgst með mér þegar ég var að reka kýrnar"
Fróðleikur og saga Krossavíkur á Snæfellsnesi ásamt heimsókn og viðtali við Kristinn Breiðfjörð Guðlaugsson, sem starfaði á sínum yngri árum sem ljósavörður við olíuluktir sem notaðar voru sem innsiglingarljós í Krossavíkurhöfn.

 Ólafur Ragnarsson:
 112 Bjössi í Gröf
Þáttur um Þorbjörn Friðriksson frá Vestmannaeyjum, bróður hins kunna aflaskipstjóra Binna í Gröf. Þorbjörn var góður hagyrðingur og birtir Ólafur hér margar af vísum hans ásamt frásögnum af samskiptum hans við yfirboðara sína og fleiri.

 Jón Már Halldórsson:
 Heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2018
 119 Moskva - Brúin milli Evrópu og Asíu
Þáttur um borgir íslenska landsliðsins í heimsmeistaramótinu í knattspyrnu 2018. Að þessu sinni er það Moskva sem Jón fræðir okkur um, en þar munu liðin frá Íslandi og Argentínu eigast við 16. júní næstkomandi.

 Karl Smári Hreinsson:
 125 Á ferð með ljósmyndaranum Paul Lazarski
Karl Smári heldur hér áfram að fræða lesendur um merka og skemmtilega ferðamenn sem hann sá um að skipuleggja ferðir fyrir um Ísland fyrir nokkrum árum síðan, áður en hin mikla ferðamannabylgja sem nú flæðir yfir, skall á landinu. Að þessu sinni segir frá ljósmyndaranum Paul Lazarski frá Kanada.

 Úr sagnasjóði HEB Guðmundur Sæmundsson:
 130 Septemberdagar á öræfum
Rifjuð upp frásögn Guðmundar af ferð hans og félaga hans Péturs Jónssonar með hópi jeppamanna upp á hálendi Íslands árið 1967, á þeim tíma þegar óbyggðirnar voru ennþá nær mannlausar og erlendir ferðamenn ekki enn orðnir þar á hverju strái.

 Birgitta H. Halldórsdóttir:
 135 Kviðlingar og kvæðamál
Dægurljóð og vísur af ýmsu tagi.

 Suzanna Medeiros:
 Jarl innan seilingar
 139 Framhaldssaga - 9. hluti.

Bókahillan
 Jón Þ. Þór:
 141 Átök og sigrar
 Sagt frá bókinni Úr fjötrum. Saga Alþýðuflokksins.

142 Kaffitíminn
 Krossgátur og þrautir af ýmsu tagi.

143 Siggi sixpensari
Teiknimyndasaga.