Efnisyfirlit 6. tbl. 2005:


Guðjón Baldvinsson:
Úr hlaðvarpanum - Regnmaðurinn                

Freyja Jónsdóttir:
Maðurinn með ljósmyndavélina
Rætt við Þórarinn Óskar Þórarinsson, Agga.
Aggi er m.a. þekktur fyrir kvikmyndaleik sinn. Hann lék aðalhlutverkið í ,,Skyttunum'' eftir Friðrik Þór, sem sýnd var 1986. Myndin vakti mikla athygli bæði fyrir frábæran leik og efnið, sem var ólíkt því sem áður hafði verið fjallað um í íslenskum myndum. Einnig lék hann í Börnum Náttúrunnar, Magnúsi og Sódómu Reykjavík.        

Örnólfur Thorlacius:
Seinheppinn uppfinningamaður
Hér segir m.a. frá höfundi etílblýsins, Thomas Midgley, en það var notað sem íblöndunarefni í bensín, til að koma í veg fyrir bank í vélum bifreiða. Uppfinningin og reyndar fleiri frá hendi þessa seinheppna uppfinningamanns, reyndust óheppileg heilsu og umhverfi mannkynsins, eins og fram kemur í greininni.        

Helgi Seljan:
"Þú þarft ekki að vera að gráta, þú átt svo mörg systkini"
Höfundur rifjar hér upp eitt dæmi úr frásögnum móður sinnar af harðræði því, sem börn urðu að sæta þegar hún var að alast upp, fyrir tæplega tveimur mannsöldrum síðan.                

Steinunn R. Eyjólfsdóttir.
Málfar
Hugleiðingar um ýmislegt sem betur má fara í daglegu máli.
Að þessu sinni er það að mala, merja, bursta, rúlla upp eða valta og díla.
        
Guðmundur Sæmundsson:
Ferðin á heimsenda
Í marga mánuði, haustið 1940, beið hópur á þriðja hundrað Íslendinga, sem lokast hafði inni á yfirráðasvæði Þjóðverja, heimferðar til Íslands. Eftir langar samningaumleitanir íslenskra stjórnvalda, fékkst loks leyfi beggja stríðsaðila, Þjóðverja og Breta, til að senda besta og nýjasta farþegaskip Íslendinga þá, strandferðaskipið Esju, til þess að sækja þetta fólk og varð finnska Íshafsborgin Petsamo fyrir valinu sem áfangastaður. Hér segir frá þessari sögulegu ferð skipsins.        

Kristmundur Jóhannsson:
Mannskaðaveðrið 7. desember 1925
Árið 1925 var mikið slysaár á Íslandi. Viku af febrúar skall á hið mikla mannskaða áhlaup, sem fékk nafnið Halaveðrið. Í því veðri fórust á sjöunda tug manna. Áður en árið var liðið gerði annað áhlaup, þann sjöunda desember. Kristmundur rifjar hér upp frásagnir af afleiðingum þessa veðurs á sínum heimaslóðum, í dölum vestur.                

Jón R. Hjálmarsson:
Þuríður formaður
Sagt frá Þuríði Helgadóttur, sem jafnan var nefnd Þuríður formaður, en hún var kunnur og farsæll sjósóknari á 18. öld, er reri, eins og þá tíðkaðist, á árabátum frá brimóttri strönd Suðurlands.                

Hjördís Kristjánsdóttir:
Þjóðbúningur íslenskra kvenna
Hugleiðing um íslenska þjóðbúninginn, m.a. vegna þess að nú eru konur farnar að vera aðeins í hluta af búningnum, en ekki fyllilega öllum.        

Karl F. Jóhannsson, lögfræðingur:
Hundrað ára ártíð nóbelsverðlaunahafans Níelsar R. Finsen
Hinn 24. september sl. var liðin ein öld frá andláti Níelsar Ryberg Finsen. Níels var heimsfrægur læknir af íslenskum ættum, sem fékk Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 1903. Fremur hljótt hefur verið um hann hér á landi og tiltölulega fáir þekkja til hans, en hann var í föðurætt kominn af helstu fræði- og kennimönnum Íslendinga á 18. öld.         

Dægradvöl
Þáttur með ýmsum hugmyndum að auðveldu föndri og handavinnu, úr ýmsum áttum.        

Anna María Þórisdóttir:
Lifandi myndir í tveim ljóðlínum
Hugað að ljóðum, þar sem skáldin ná í örfáum orðum, að skapa lifandi og kvika mynd.        

Kviðlingar og kvæðamál
Dægurljóð og vísur af ýmsu tagi.
Umsjón: Auðunn Bragi Sveinsson.        

Jón R. Hjálmarsson:
Úr fróðleiksbrunni
Alfreð konungur og víkingarnir
Langt fram eftir 9. öld mátti heita samfelldur skelfingartími fyrir íbúa Bretlandseyja, enda varnir og viðnám víðast hvar í lágmarki. En loks gerðist svo það í einu af smáríkjum Engilsaxa á Englandi, að fram kom ungur konungur, Alfreð af Wessex, sem megnaði að sameina krafta manna í nokkrum ríkjum og snúa vörn í sókn.        

Myndbrot
Ljósmyndir úr mannlífi fyrri alda.        

Ingibjörg Sigurðardóttir:
Sigrún í Nesi
Framhaldssaga, 5. hluti.
____________________________
Útgefandi:

Umgerð ehf.,
Tunguhálsi 19, 110 Reykjavík.
Ritstjóri:
Guðjón Baldvinsson.